Þess vegna eru granatepli súperfæða

Granateplin teljast til súperfæðu og ekki að ástæðulausu.
Granateplin teljast til súperfæðu og ekki að ástæðulausu. Unsplash/Laura Beutner

Granatepli er ótrúlega fjölhæfur og skemmtilegur ávöxtur. Hægt er að nýta granateplafræin í hvers kyns matargerð, þau eru góð í fersk salöt, með fisk- og kjötréttum og alveg himnesk þegar baka á kræsingar og galdra fram bragðgóða og fallega eftirrétti. Granatepli er ávöxtur sem er afar ríkur í næringarefnum og gerir þennan ávöxt mjög eftirsóttan um allan heim.

Uppruna sinn á granateplið að rekja til Norður Indlands, Pakistan, Íran og Afganistan. Það vex einnig í Malasíu, Suður Asíu, Kaliforníu, Armeníu og Afríku. 

Granateplið er frumlegt í útliti með sérstaka áferð, það er afar leðurkennd viðkomu að utan og getur verið appelsínugult, rautt og jafnvel fjólublátt að lit. Að innan er granateplið fullt af bleikum fræjum sem eru safarík, sæt og bragðgóð.

Granateplið er frumlegt í útliti með sérstaka áferð, það er …
Granateplið er frumlegt í útliti með sérstaka áferð, það er afar leðurkennd viðkomu að utan og getur verið appelsínugult, rautt og jafnvel fjólublátt að lit. Unsplash/Klaus Birgit

Staðreyndir um næringuna í granateplum

Nokkrar staðreyndir um næringuna sem er að finna í granatepli en fróðlegt er að segja frá því að granateplið er flokkað undir súperfæði:

Til að mynda er meira af andoxunarefnum í granatepli en í öðrum ávöxtum og því má flokka granateplið með súperfæði.

Granatepli eru rík af C-vítamíni, um 100 ml sem er 16% af ráðlögðum dagskammti.

Granatepli eru rík af K-vítamíni. K-vitamín er afar gott fyrir heilsu beina og B5 vítamín hjálpar líkamanum að vinna úr próteini, kolvetnum og fitu.

Granatepli innihalda jafnframt manganese en það er efnið sem formar beinin. Einnig inniheldur það kalíum sem er mjög gott fyrir frumur líkamans og jafnar út vökva.

Einnig innihalda granatepli phosohorus, magnesíum, kalk, zink og járn. Kosturinn við granatepli er að það er lítil sem engin fita í því og ekkert kolestról.

Um 130-150 kaloríur í einu granatepli þar sem að 105 kaloríur eru fræin innan í ávextinum. 

Fræin bleiku sem eru inn í granateplinu eru há í kaloríum því þau innihalda ómettaða olíu, sykur og kolvetni en einnig er afar mikið af trefjum og próteini í þessum fræjum.

Fræin í granateplum eru einstaklega bragðgóð, sæt og fersk og …
Fræin í granateplum eru einstaklega bragðgóð, sæt og fersk og eru falleg ofan á ýmis konar kræsingar og í salöt. Unsplash/Tamanna Rumee

Granateplin súpergóð fyrir húðina

Neysla á granatepli endurnýjar frumur, granatepli ver innra og ytra lag húðarinnar með því að endurnýja húðfrumurnar og stuðlar að viðgerð á skemmdri húð og bætir blóðflæðið verulega.

Granatepli geta hjálpað til við að hægja á öldrun. Má þar nefa svo kallað aldursbletti, fínar línur og hrukkur en þessar húðskemmdir eru oft orsökin af sólböðum. 

Granatepli hjálpa húðinni að haldast mjúkri og að viðhalda kollageninu. Húðin stinnari, mýkri og unglegri.

Granatepli er afar ð fyrir þurra húð og eru afar oft notuð í vörur fyrir húðina. Granateplin hafa molecular byggingu sem nær niður í innsta lag húðarinnar og hentar fyrir allar húðtýpur.

Einnig virkar neysla á granatepli sem vörn gegn sólinni. Með því að borða granatepli gefur það húðinni efni sem að ver hana gegn geislum sólarinnar. Þau koma þó ekki veg fyrir að þú þurfir að nota sólarvörn, sólarvörnin er ávallt nauðsynleg líka Olían í eplinu inniheldur andoxunarefnið ellagic sýru sem vinnur gegn æxlum og ver húðina gegn húðkrabbameini. 

Granateplasafi er ótrúlega næringarríkur.
Granateplasafi er ótrúlega næringarríkur. Unsplash/Sahand Babali

Styrkja líkama og sál 

Andoxunarefnin í granateplum eru afar virk gegn sumum tegundum af krabbameini og má þar nefna brjósta-, blöðruhálskirtils-, og húðkrabbamein.

Hátt hlutfall andoxunarefnisins, hydrolysable, tannins og polyphenols vinna gegn sindurefnum sem oft safnast saman í líkamanum.

Granateplasafi getur virkað eins og blóðþynnir og stuðlar einnig að heilbrigðum æðum. Eitt glas af granateplasafa á dag lækkar kólesteról og dregur úr hættunni á hjartasjúkdómum.

Fyrir þá sem vilja léttast er gott að fá sér reglulega granatepli.  Til að mynda fyrir æfingar, að fá sér granatepli fyrir æfingu er hægt að auka orkuna sem verður til staðar á æfingu og síðan er það hreinsandi fyrir líkama.

Í granateplasafa eru ensím sem geta komið í veg fyrir skemmdir á brjóski. Einnig eru  granatepli góð vörn gegn beinþynningu.

Granatepli eru járnrík og geta unnið gegn blóðleysi.

Það eru því margar góðar ástæður til þess að fá sér granatepli reglulega og ekki síst að drekka granateplasafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert