Valla býður upp á dæmigerðan fjölskyldumatseðil

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, býður upp á …
Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, býður upp á vikumatseðilinn sem er dæmigerður fjölskylduseðill. Allir fá eitthvað við sitt hæfi. mbl.is/Árni Sæberg

Valgerður Gréta G. Gröndal , alla jafna kölluð Valla, matarbloggari og hamfarakokkur, að eigin sögn, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Valla segir að þetta sé dæmigerður vikumatseðill í anda fjölskyldunnar. Matargerð og bakstur hefur ávallt verið Völlu hugleikin og byrjaði hún fyrst að blogga um mat árið 2011.

„Ég er bókmenntafræðingur og hef bloggað um mat síðan 2011. Ég var þá í fæðingarorlofi með dóttur mína og fannst þetta snilldarhugmynd, að taka myndir af því sem ég var að elda og setja inn uppskriftir með. Ég byrjaði á blogspot eins og flestir þá en í dag blogga á ég á eigin síðu, Valla Gröndal og birti færslurnar á Facebook og Instagram undir eigin nafni, Valla Gröndal,“ segir Valla.

Hamfarakokkur og elskar að lesa um mat

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og bakstri og byrjaði ung að fikta í eldhúsinu. Ætli það sé ekki hægt að segja að ég sé hamfarakokkur? Ég læt mig hafa það að fara eftir uppskriftum í bakstri en það er bara rétt svo og yfirleitt enda ég á því að breyta einhverju. Það er kannski kaldhæðni fólgin í því að birta uppskriftir og fara aldrei eftir þeim sjálf. Í matargerð fer ég sjaldnast eftir uppskriftum og hef þær kannski meira til hliðsjónar. Ég elska samt að lesa um mat, fletti í gegnum uppskriftabækur og hef sérstakan áhuga á gömlum matreiðslubókum og því eldri því betri. Mér líður best þegar ég er að vinna eitthvað í eldhúsinu með góða hljóðbók í eyrunum. Þannig næ ég að sameina það sem ég hef mesta ástríðu fyrir, bókmenntir og mat.“

Valla er gift Hirti Þór Hjartarsyni og eiga þau saman tvö börn, 12 og 6 ára. „Matseðillinn sem ég setti saman er alveg dæmigerður fyrir okkur fjölskylduna, yfirleitt reyni ég að hafa fisk allavega einu sinni í viku og svo létta máltíð eins og grjónagraut eða snarl einu sinni í viku. Föstudagar eru yfirleitt svona skyndibita dagar þar sem við gerum annað hvort heimagerðar pítsur eða útbúum djúsí hamborgara,“ segir Valla sem er byrjuð að undirbúa rútínuna fyrir haustið en í næstu viku byrja skólarnir aftur.

Hér gefur að líta matseðilinn hennar Völlu fyrir vikuna sem er dæmigerður fjölskylduseðill þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi.

Gratíneraður fiskréttur sem nýtur ávallt mikilla vinsælda.
Gratíneraður fiskréttur sem nýtur ávallt mikilla vinsælda. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Mánudagur – Gratíneraður fiskréttur

„Fiskréttir njóta mikilla vinsælda á mínu heimili og þessi er alveg ótrúlega djúsí og allir elska svona gratíneraða ofnrétti.“

Spaghettí bolognese er ljómandi góður réttur og hér er lúxus …
Spaghettí bolognese er ljómandi góður réttur og hér er lúxus útgáfan þar sem búið er að bæta beikoni út í. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Þriðjudagur – Lúxus bolognese með beikoni

„Eins og hjá flestum barnafjölskyldum er hakk og spaghettí mjög reglulega á boðstólum. Ég set yfirleitt mjög mikið grænmeti á móti hakkinu en þetta er fullkominn réttur fyrir ísskápatiltekt.“

Undursamlega góður steiktur fiskur í með mexíkó ívafi.
Undursamlega góður steiktur fiskur í með mexíkó ívafi. Ljósmynd/Gott í matinn

Miðvikudagur – Steiktur fiskur á mexíkóska vísu

„Steiktur fiskur og mexíkóskur matur slær alltaf í gegn og þetta er frábær réttur sem sameinar þetta tvennt.“

Gamli góði grjónargrauturinn á klassíska mátann er ávallt góður. Fjótleg …
Gamli góði grjónargrauturinn á klassíska mátann er ávallt góður. Fjótleg að útbúa hann og afar hagkvæm máltíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimmtudagur – Klassískur grjónagrautur

„Klassíski grjónagrauturinn slær alltaf í gegn, nóg af rúsínum og kanil og krakkanir elska hann.“

Ljúffengur hamborgari steinliggur á föstudagskvöldi.
Ljúffengur hamborgari steinliggur á föstudagskvöldi. Ljósmynd/Gígja Guðjóns

Föstudagur - Hamborgaraveisla

„Við erum mjög hamborgara elskandi fólk og elskum að gera góða hamborgara. Við grillum þá oftast og hikum ekki við að prófa nýjar samsetningar.“

Valla á heiðurinn af þessum djúsí og bragðgóða kjúklingarétt sem …
Valla á heiðurinn af þessum djúsí og bragðgóða kjúklingarétt sem allir á heimilinu elska. Ljósmynd/Valla

Laugardagur – Kjúklingaréttur sem slær í gegn

„Laugardagarnir okkar geta alveg verið annað hvort snarldagur eða dagur þar sem mikið er lagt upp úr eldamennskunni, fer allt eftir því hver dagskrá helgarinnar er. Þessi kjúklingaréttur er mikið uppáhald á heimilinu og sameinar ást okkar á pítsum og kjúkling.“

Grillað lambalæri er þjóðlegur og fágaður réttur sem er einstaklega …
Grillað lambalæri er þjóðlegur og fágaður réttur sem er einstaklega viðeigandi á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Sunnudagur – Lúxus lambalæri og meðlæti

„Það er ansi mikill lúxus fólginn í því að skella lambalæri á grillið en það er einmitt svona sunnudags og ekki skemmir fyrir að fá góða gesti í mat til að njóta þess með okkur. Það er einhver dásamleg nostalgía falin í því að bera fram lambalæri á sunnudegi og þó það sé algjörlega spari þá finnst mér gaman að halda í þá hefð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert