Sætur súkkulaðilatte með eldpipar sem rífur

Þetta er súper gott kaffilatte þar sem sætt og sterkt …
Þetta er súper gott kaffilatte þar sem sætt og sterkt er parað saman með frábæri útkomum. Ljósmynd/Lavazza Rossa

Á þessum árstíma er ekkert betra en góðir drykkir sem rífa í og fara á flug með bragðlaukana. Hér er uppskrift að dásamlegum kaffilatte sem býður upp á einstaka upplifun í hverjum sopa. Þetta er kaldur eldpipar og súkkulaðilatte sem er í senn frískandi, sætur og rífur aðeins í.

Súkkulaðilatte með eldpipar

  • Tvöfaldur espresso – Lavazza Rossa
  • 100 mlmjólk
  • 15 ml súkkulaðisíróp eða brætt súkkulaði
  • 15 ml eldpiparsíróp (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
  • Ísmolar eftir smekk
  • Rjómi
  • Vanillusíróp eða vanilludropar

Aðferð:

  1. Útbúið eldpiparsíróp með því að sjóðasaman jafnt hlutfall af sykri og vatniásamt eldpipardufti eftir smekk.
  2. Bætið ísmolum, kaffi, sírópum og mjólk í kokteilhristara og hristið saman.
  3. Hellið blöndunni í glas með ísmolum.
  4. Skreytið með vanillubættum, þeyttumrjóma og eldpipardufti eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert