Mæta kröfum með sykurlausum Monster

Sólrún Þórðardóttir, vörumerkjastjóri Monster á Íslandi segir skipta máli að …
Sólrún Þórðardóttir, vörumerkjastjóri Monster á Íslandi segir skipta máli að koma til móts við kröfur viðskiptavina. Ljósmynd/

Íslenskir neytendur fara ekki varhluta af gríðarlega mikilli breidd vöruúrvals orkudrykkja en fjöldinn allur af ólíkum bragðtegundum hefur komið inn á markað á undanförnum árum. 

„Yngra fólk er nýjungagjarnara en það eldra og það á ekki síst við í drykkjarvörum.  Því er afar mikilvægt fyrir fyrirtæki að fylgjast vel með og reyna að mæta þeim kröfum,“ segir Sólrún Þórðardóttir, vörumerkjastjóri Monster á Íslandi, og nefnir sem dæmi að nú sé einmitt kominn nýr Monster drykkur á markað: Monster Zero Sugar. 

Nýi drykkurinn sykurlaus útgáfa

„Við bjóðum í dag upp á 17 vörunúmer – og eru tíu þeirra án sykurs. Upphaflegi drykkurinn, Monster Energy, heldur enn toppsætinu á heimsvísu en mesti vöxturinn hjá okkur er í sykurlausu drykkjunum. Nýi drykkurinn er einmitt sykurlaus útgáfa af Monster Energy og því gæti hann mögulega velt sykruðum fyrirrennara sínum úr sessi!  Þá eru fleiri nýjungar væntanlegar á árinu, svo aðdáendur drykkjarins geta verið spenntir.“

Vilja tryggja að neytendur geti valið um sykraða eða sykurlausa útgáfu

Coca-Cola á Íslandi er umboðsaðili Monster og hefur selt drykkinn frá árinu 2016 en Sólrún segir vörumerkið hafa vaxið gríðarlega á þeim tíma. Hún segir að Coca-Cola á Íslandi leggi mikla áherslu á að minnka sykur í vörulínum sínum. „Við reynum að tryggja að neytendur geti alltaf valið um sykraða eða sykurlausa útgáfu af sínum eftirlætis drykkjum Þá leggjum við einnig mikinn þunga á bragðgóða vatnsdrykki með og án kolsýru."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert