Ferskt og gott sjávarréttasalat að hætti Húsó

Guðdómlegt sjávarréttasalat með humri, rækjum og melónum í forgrunni.
Guðdómlegt sjávarréttasalat með humri, rækjum og melónum í forgrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og hefð er fyr­ir á laug­ar­dags­morgn­um á matarvef mbl.is þá er það Húsó-upp­skrift úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu en þar eru mörg leynd­ar­mál geymd sem snúa að mat­ar­gerð og bakstri. Að þessu sinni deil­ir skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir upp­skrift að fersku og bragðgóðu sjávarréttasalat og sinnepssósu sem parast ljómandi vel með salatinu. Þegar nemendur buðu fjölskyldum sínum til kvöldverðar fyrir jólin var þetta salat meðal annars á boðstólum á forréttahlaðborðinu og naut mikilla vinsælda.

Sjávarréttasalat Húsó með sinnepssósu

  • 300 g humarhalar
  • 300 g stórar rækjur, afþýddar
  • Smjör eftir smekk
  • 1-2 litlir hvítlaukar, saxaðir
  • 1 rautt chilli, skerið smátt
  • 1 mangó
  • 1/2 hunangsmelóna
  • ¼ kantalópumelóna
  • Salatblöð
  • Fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kúla melónuna með parísarjárni, búa til litlar kúlur úr melónunni.
  2. Skerið mangó í bita.
  3. Snöggsteikið humarinn í smjöri með hvítlauk og chili.
  4. Setjið salatblöðin sett í skál/fat.
  5. Blandið melónum, mangó, rækjum og humar blandað varlega og sett á salatbeðið.
  6. Söxuð steinselja sett yfir.
  7. Berið salatið fram með sinnepssósunni (sjá uppskrift hér fyrir neðan).

Sósa

  • 1 dl ólífuolía
  • 3 tsk. sætt sinnep
  • 2 msk. glært hunang
  • 1 tsk. rifin engiferrót
  • 1 msk. saxaður graslaukur
  • 1 tsk. edik
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í skál og hrærið vel saman.
  2. Geymið í kæli fyrir notkun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka