Funheitt og nýtt hnetusmjör slær í gegn Bandaríkjunum

Arnar Jón Agnarsson sölu- og markaðsstjóri og Garðar Stefánsson forstjóri …
Arnar Jón Agnarsson sölu- og markaðsstjóri og Garðar Stefánsson forstjóri hjá Good Good eru alsælir með viðtökurnar á nýjustu viðbótin, hnetusmjörinu sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Nú er það loksins komið á markað hér á landi líka. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækið GOOD GOOD er mætt með eitt mest vaxandi hnetusmjörið í Bandaríkjunum til landsins. Tvær gerðir af nýju hnetusmjöri frá íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækinu GOOD GOOD er komið í verslanir hér á landi í kjölfar velheppnaðar innkomu á markað í Bandaríkjunum en þar er það meðal nýrra hnetusmjörstegunda sem hafa náð mestum vexti í sölu á undanförnum mánuðum.

Án viðbætts sykurs  og 60% færri kolvetnum

„Ég er afar stoltur af þessum árangri sem hnetusmjörið hefur náð í Bandaríkjunum og við erum bjartsýn á að neytendur hér heima muni taka því fagnandi líka,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD. „Við teljum okkur vera með vöru sem verður mikil eftirspurn eftir. Hnetusmjörið er án viðbætts sykurs, með 60 prósent færri kolvetnum en venjan er, viðbættum trefjum og háu hlutfalli próteins. Það tók um ár að þróa uppskriftina að þessu brautryðjandi hnetusmjöri sem við unnum m.a. með fyrrum vöruþróunarstarfsmönnum Unilever. Það fæst í Creamy og Crunchy útfærslu þannig allir eiga að fá eitthvað fyrir sig,“ segir Garðar.

Byggir á íslensku hugviti, þekkingu og hönnun

GOOD GOOD var stofnað árið 2015 og byggir á íslensku hugviti, þekkingu, hönnun og markaðsstarfi. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á matvælum með náttúrulegum innihaldsefnum án viðbætts sykurs. Vörur fyrirtækisins fást í rúmlega 10.000 verslunum í 28 löndum, þar af í 1.000 Walmart verslunum. 

Hnetusmjörið nýjasta viðbótin

Hnetusmjörið er nýjasta viðbótin í breiðri vörulínu sem samanstendur af sultum, hnetu- og súkkulaðismyrjum, sætuefnum, stevíu dropum, sírópi, bökunarvörum og ketostöngum. Öll vöruþróun, sölu og markaðsstarf, stýring aðfangakeðjunnar og gæðamál fara fram á Íslandi. Framleiðslan fer fram í Hollandi og Belgíu og er vörunum dreift í gegnum vöruhús fyrirtækisins í Tilburg í Hollandi, Illinois og Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, Liverpool í Englandi og Ontario í Kanada. 

Nýjasta viðbótin, þessar tvær gerðir að hnetusmjörið hafa slegið í …
Nýjasta viðbótin, þessar tvær gerðir að hnetusmjörið hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum og eru mest vaxandi hnetusmjörið þar í landi. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

„Við höfum náð ótrúlegum árangri í USA þar sem Good Good er fimmtánda stærsta sultumerkið af 680. Þessum árangri höfum við náð fyrst og fremst vegna þess að vörurnar okkar koma svo sterkt út í bragðprófunum. Það er svo bara bónus fyrir neytendur að ólíkt helstu keppinautunum innihalda þær engan viðbættan sykur og aðeins náttúruleg innihaldsefni,“ segir Garðar.

Alls starfa sautján starfsmenn hjá GOOD GOOD. Tíu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík og sjö í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert