Hinn geysivinsæli ís frá Mini Melts loksins á Íslandi

Eðvarð Leó Geirsson segir að loksins sé í boði á …
Eðvarð Leó Geirsson segir að loksins sé í boði á Íslandi hinn geysivinsæli ís frá Mini Melts. Samsett mynd

Loksins er í boði á Íslandi hinn geysivinsæli ís frá Mini Melts, en Mini Melts eru ískúlur úr 100% náttúrulegum hráefnum og litarefnum. Notuð er sérstök framleiðslutækni sem Mini Melts er með einkaleyfi á sem útilokar myndun ískristalla og tryggir slétta og rjómakennda áferð. „Ísinn er framleiddur með lághitatækni í mínus 197°C, sem gerir hann eina ís sinnar tegundar í heiminum,“ segir Eðvarð Leó Geirsson vörumerkjastjóri hjá Danól. 

Tvær vörulínur

Mini Melts Sorbet eru stærri gerðirnar af ískúlunum. „Um er að ræða 100% náttúrulegan sorbet-ís sem er vegan, laktósafrír og glútenfrír. Kúlurnar eru tveggja laga, en ytra lagið tryggir hægari bráðnun. Boðið er upp á Mini Melts Sorbet í þremur bragðtegundum, Kiwi, Cherry og Mango,“ segir Eðvarð. Síðan er það hin vörulínan Mini Melts Slow Melts. Aðspurður segir Eðvarð þann ís vera framleiddan úr ferskri mjólk og innihaldi aðeins náttúruleg hráefni. Boðið er upp á Mini Melts Slow Melts í tveimur bragðtegundum, Bubble Gum og Cookies & Cream.

Sorbet-ískúlurnar njóta mikill vinsælda erlendis.
Sorbet-ískúlurnar njóta mikill vinsælda erlendis.
Síðan er það litu ískúlurnar.
Síðan er það litu ískúlurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert