Biti nýtt smáforrit lítur dagsins ljós

Teymið hjá GreenBytes, Jillian Verbeurgt, Toffi Guttormsson, Renata Bade Barajas …
Teymið hjá GreenBytes, Jillian Verbeurgt, Toffi Guttormsson, Renata Bade Barajas og Gijs Tempelman. Ljósmynd/GreenBytes

Nýtt smá forrit sem hannað er til þess að bæta og einfalda skilvirkni atvinnueldhúsa hefur litið dagsins ljós. Það er GreenBytes sem kynnir með stolti smáforritið Biti og er það væntanlegt á markað á föstudaginn, 1. mars næstkomandi. Biti stefnir á auka skipulag og skilvirkni eldhúsa á notendavænan, hagkvæman og einfaldan máta fyrir veitingamenn.

Matreiðslufélagi til að einfalda verkefnin

„Biti er matreiðslufélagi hannaður til að einfalda flókin verkefni við að ákveða hvað á að panta, skipuleggja matseðla og fylgjast með birgðastöðu. Með notendavænu viðmóti gerir Biti fagfólki í eldhúsi kleift að hagræða í rekstri sínum með örfáum smellum,“ segir Renata Bade Barajas forstjóri og annar stofnandi GreenBytes.

Helstu eiginleikar Bita eru eftirfarandi:

  • Snjallir innkaupalistar: Með því að nota Bita er hægt að útilokað ágiskanir við innkaup. Það þarf einfaldlega að slá inn réttina sem verið er að undirbúa og áætla magn gesta og Biti býr til innkaupalistann, sem gerir ferlið bæði hraðara og nákvæmara.
  • Uppsetning og stöðlun á matseðlum: Biti einfaldar ferli með því að auðvelda skipulag og stöðlun matseðla. Þetta tryggir samkvæmni í undirbúningi rétta, óháð tíma eða starfsfólki sem tekur þátt, leggur grunninn að framúrskarandi matreiðslu.
  • Birgðaeftirlit og samskipti við birgja: Biti býður upp á áreynslulausa yfirsýn yfir birgðastöðuna og heldur utan um samskipti við birgja

Til virkja þekkingu þeirra og gera hlutina á sínum hraða

„Flestir veitingamenn sem ég hef hitt eiga það sameiginlegt að vera mjög uppteknir og undir miklu álagi. Veitingamenn vita hvernig á að reka eldhúsið sitt en allt fellur á herðar þeirra. Við hönnuðum Bita til að virkja þekkingu þeirra og leyfa þeim að gera hlutina sína hraðar og dreifa þeirri þekkingu til nýs starfsfólks þegar þörf krefur,“  segir Renata.

Svona lítur smáforritið Biti út.
Svona lítur smáforritið Biti út.

GreenBytes býður matgæðingum, veitingamönnum og fagfólki í iðnaði að kanna framtíð eldhússtjórnunar með Bita. Frá og með 1. mars næstkomandi geta notendur keypt aðgang að Bita á þægilegan hátt á vefsíðu þeirra hér.

Notendavænar lausnir fyrir atvinnugreinar

GreenBytes er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í að búa til notendavænar lausnir fyrir ýmsar atvinnugreinar. Með áherslu á nýsköpun og einfaldleika, stefnir GreenBytes að því að gjörbylta því hvernig fyrirtæki starfa og hagræða ferlum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert