Páskaeggið í ár fyllt með ljúffengum lakkrís

Búið er að afhjúpa leyndardómsfulla páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow …
Búið er að afhjúpa leyndardómsfulla páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow í ár en á hverju ári er nýtt útlit og bragð kynnt til leiks. Í ár eru tvær nýjar tegundir sem hafa litið dagsins ljós. Samsett mynd

Búið er að afhjúpa leyndardómsfulla páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow í ár en á hverju ári er nýtt útlit og bragð kynnt til leiks. Í ár eru tvær nýjar tegundir sem hafa litið dagsins ljós og eru komnar í hillurnar hjá Epal. Lakkrísunnenndur geta því fengið páskaeggið sitt í ár fyllt með ljúffengum lakkrís frá Lakrids by Bülow.

Crispy Caramel og Crunchy Toffee er páskalakkrísinn í ár, alveg ómótstæðilega góður og nánast ómögulegt að fá sér bara eina kúlu, að sögn þeirra sem hafa smakkað. Páskalakkrísinn er fáanlegur í páskaeggi, sælkeraboxi eða í gömlu og góðu klassísku umbúðunum.

Sælkeraboxin njóta mikilla vinsælda.
Sælkeraboxin njóta mikilla vinsælda. Ljósmynd/Bülow

Crispy Caramel-páskalakkrísinn er stökk karamelluskel sem umlykur silkimjúkt dulche-súkkulaði með hráu lakkrísdufti og mjúkri lakkrísmiðju. Flögur af sjávarsalti setja punktinn yfir i-ið.

Crunchy Toffee-páskalakkrísinn er með mjúku rjómasúkkulaði með stökkri karamellu og söltuðum lakkrís.

Þetta er páskalakkrísinn í ár frá Lakrids by Bülow.
Þetta er páskalakkrísinn í ár frá Lakrids by Bülow. Ljósmynd/Bülow

Enginn aðdáandi Lakrids by Bülow má missa af páskalakkrísnum og páskaeggjunum í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert