Styttist í hátíð bragðarefanna

Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar segir að …
Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar segir að páskarnir séu í raun uppskeruhátíð hjá þeim að lokinni umfangsmikilli framreiðslutörn. mbl.is/Árni Sæberg

Það styttist óðfluga í páskana, hátíðina sem er í uppáhaldi hjá mörgum okkar. Hvers kyns samvera spilar þar stóra rullu, hvort sem hún felst í skíðaferðum með fjölskyldunni, spilakvöldum með góðum vinum eða bara inndælli stemningu heima eða í bústaðnum með þeim sem standa okkur næst. Það sem allar þessar gæðastundir eiga sameiginlegt er að á þeim er fátt betra en að gæða sér á dýrindis páskaeggi, stútfullu af uppáhaldsnamminu okkar.

Páskarnir uppskeruhátíð hjá okkur

„Hjá Nóa Síríus má segja að páskarnir séu nokkurs konar uppskeruhátíð að lokinni umfangsmikilli framleiðslutörn, enda ófá handtökin sem þarf að inna af hendi til þess að við fáum öll að njóta okkar uppáhalds páskaeggja á tilsettum tíma. Og undirbúningurinn hefst snemma,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar.

„Páskarnir leika auðvitað ákveðið lykilhlutverk í okkar starfsemi og í aðdraganda er alla jafna mikið líf og fjör hér innanhúss. Við byrjum snemma að undirbúa okkur, skipuleggja framleiðsluna og annað slíkt, og í raun má segja að um leið og jólatörninni ljúki taki páskarnir við,“ bætir Auðjón við.

Bragðarefseggið nýjungin í ár

Hér áður fyrr voru páskaeggin undantekningarlaust úr hreinu súkkulaði, með alls kyns gúmmulaði innan í skelinni. Undanfarin ár hefur höfum við séð talsverða þróun í vöruflokknum og framboð páskaeggja hefur aukist umtalsvert. Þannig er það orðið mjög algengt að einhvers konar sælgæti sé blandað súkkulaðinu í sjálfu páskaegginu.

„Vöruþróun hefur auðvitað alltaf leikið mjög stórt hlutverk í okkar starfsemi og það er fátt sem gleður okkur meira en að gleðja þjóðina með bragðgóðum nýjungum sem falla vel í kramið hjá henni. Því er auðvitað sérstaklega gaman að því hversu fjölbreytt páskaeggjaframleiðslan er orðin,“ segir Auðjón og bætir við að það sé afskaplega skemmtileg vinna að þróa og setja á markað ný páskaegg. „Nýjungin fyrir þessa páska er Bragðarefseggið sem inniheldur alls konar góðgæti þar sem hið klassíska og sívinsæla Tromp leikur stórt hlutverk. Síríus súkkulaðið í egginu inniheldur nefnilega Tromp-bita, auk þess sem karamellukurl og hrískúlur leika við bragðlauka þeirra sem smakka.“

Aðspurður er Auðjón ekki í vafa um að þjóðin muni falla fyrir nýja Bragðarefsegginu: „Ekki spurning, erum við Íslendingar ekki sannkallaðir bragðarefir þegar allt kemur til alls?“

Allt súkkulaði frá Nóa Síríus í eggjunum er vottað af Cocoa Horizons-samtökunum sem þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því segir Auðjón að fyrirtækið sé hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar og vilji vera fyrirmynd öðrum til eftirbreytni.

Bragðarefseggið inniheldur hið klassíska og sívinsæla Tromp og Síríus súkkulaðið …
Bragðarefseggið inniheldur hið klassíska og sívinsæla Tromp og Síríus súkkulaðið í egginu inniheldur Tromp-bita, auk þess sem þar er karamellukurl og hrískúlur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert