Jóhann tapaði í Liverpool – ótrúlegur leikur í Birmingham

Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmark Everton.
Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmark Everton. AFP/Andy Buchanan

Everton tók stórt skref í áttina að áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með heimasigri á Burnley í dag, 1:0. Everton er nú með 29 stig og fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmark Everton í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vont varð verra fyrir Burnley á 67. mínútu en þá fékk Dara O‘Shea sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 84. mínútu hjá Burnley, sem er í 19. sæti með 19 stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Ótrúleg endurkoma skilaði stigi

Ollie Watkins skorar gegn gömlu félögunum í dag.
Ollie Watkins skorar gegn gömlu félögunum í dag. AFP/Oli Scarff

Aston Villa og Brentford skildu jöfn, 3:3, í ótrúlegum leik í Birmingham. Ollie Watkins, fyrrverandi leikmaður Brentford, kom Villa yfir á 39. mínútu og Morgan Rodgers bætti við öðru marki á 46. mínútu.

Brentford neitaði að gefast upp því Zanka Jörgensen minnkaði muninn á 59. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Bryan Mbeumo búinn að jafna. Sjö mínútum eftir það var Brentford komið í 3:2, eftir mark frá Yoane Wissa og ótrúlegur viðsnúningur fullkomnaður.

Villa átti þó lokaorðið því Watkins skoraði annað markið sitt og þriðja mark Villa á 80. mínútu og tryggði Villa-liðinu eitt stig.

Stór sigur fyrir Luton

Carlton Morris skorar fyrir Luton.
Carlton Morris skorar fyrir Luton. AFP/Justin Tallis

Luton náði í mikilvæg stig í botnbaráttunni með heimasigri á Bournemouth, 2:1. Luton er áfram í fallsæti, en nú aðeins fyrir aftan Nottingham Forest á markatölu.

Marcus Tavernier kom Bournemouth yfir á 52. mínútu en Jordan Clark jafnaði á 73. mínútu og Carlton Morris gerði sigurmarkið á lokamínútunni.

Newcastle vann útisigur á Fulham, 1:0. Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimarães skoraði sigurmark Newcastle á 81. mínútu.

Þá vann West Ham dramatískan sigur á Wolves, 2:1, á útivelli. Pablo Sarabia kom Wolves yfir á 33. mínútu með marki úr víti. Lucas Paquetá jafnaði fyrir West Ham, einnig úr vítin á 72. mínútu og James Ward-Prowse gerði sigurmarkið á 84. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert