Fágætar myndir af John Lennon í nýrri heimildarmynd

Reuters

Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, hefur gefið leyfi fyrir því að fágæt myndskot af Lennon verði notuð í heimildamyndina „The US Vs John Lennon” sem væntanleg er. Um er að ræða myndskeið úr einkaeigu parsins, brúðkaupsmyndir og ókláraðar kvikmyndir sem þau hjónin unnu að. Frá þessu segir á vefsíðu breska tónlistartímaritsins NME.

Myndin er sögð fjalla um árin 1966 fram til 1976, meðan Lennon barðist hvað mest gegn stríði og átti í vandræðum með að fá bandarískan ríkisborgararétt. David Leaf, annar leikstjóri myndarinnar segir myndina segja sögu sem mörgum sé gleymd. Fæstir hafi gefið þessum kafla í lífi Lennons gaum lengi, og að þeir sem ekki voru fæddir þá viti vart af honum.

Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson