Penn og del Toro kalla eftir lausn kúbverskra njósnara

Sean Penn.
Sean Penn. Reuters

Leikararnir Sean Penn og Benicio del Toro eru á meðal þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á lista þar kallað er eftir því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, leysi úr haldi fimm kúbverska njósnara. Þeir hafa setið í bandarískum fangelsum undanfarin 12 ár.

Leikstjórinn Oliver Stone og leikararnir Martin Sheen og Susan Sarandon voru einnig búnir að skrifa nafn sitt á undirskriftalistann, auk tónlistarmannanna Jackson Browne, Graham Nash og Bonnie Raitt.

Penn og del Toro eiga það sameiginlegt að hafa heimsótt Kúbu og hitt Fidel Castro Kúbuleiðtoga. Þá lék del Toro Che Guevara í kvikmynd sem var gerð um kúbverska byltingaleiðtogann.

Aðgerðarsinnar og fyrrum bandarískir embættismenn hafa ítrekað ákall sitt að njósnurunum verði sleppt úr haldi. Þá hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að mögulega verði skipt á einum fanga fyrir bandaríska verktakann Alan Gross, sem var handtekinn á Kúbu í desember sl. fyrir að dreifa fjarskiptabúnaði í landinu.

Stjórnvöld á Kúbu segja að Gross, sem er 61 árs gamall, sé njósnari. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því hann var handtekinn, en ekki hefur verið réttað í máli hans. Fyrr í þessum mánuði var fjallað um það í bandarískum fjölmiðlum að Gross yrði sleppt fyrir Gerardo Hernandez, sem var hlaut tvo lífstíðardóma árið 2001.

Hernandez er einn af fimm Kúbumönnum sem voru handteknir árið 1998. Þeir voru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Havana og Washington hafa átt í hörðum deilum vegna málsins.

Ríkisstjórn Kúbu viðurkennir að mennirnir séu njósnarar. Þeir hafi hins vegar ekki njósnað um Bandaríkin heldur andstæðinga Castro, sem eru búsettir í Miami.

Benicio del Toro.
Benicio del Toro. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson