Bono og Geldof ánægðir með niðurstöðu G-8 fundarins í málefnum Afríku

Bono og Geldof á blaðamannafundi að loknum G-8 fundinum í …
Bono og Geldof á blaðamannafundi að loknum G-8 fundinum í dag. AP

Bob Geldof og Bono, sem báðir hafa barist fyrir málefnum fátækra Afríkuríkja, lýstu í dag ánægju sinni með þá niðurstöðu G-8 fundarins að ríkin ætli að láta 50 milljarða dollara framlag, jafnvirði um 3.300 milljarða íslenskra króna, renna í aðstoð til Afríkuríkja. Geldof og Bono sögðu að framlagið muni bjarga lífi hundraða þúsunda sem annars myndu deyja úr fátækt, malaríu eða alnæmi.

„Heimsbyggðin talaði og stjórnmálamennirnir hlustuðu,“ sagði Bono, sem er söngvari írsku hljómsveitarinnar U2. Hann bætti því við að Live 8 tónleikarnir og mótmælin við fundarstaðinn í Gleneagles hafi haft áhrif á leiðtoga helstu iðnríkja heims og ákvörðun þeirra um fjárframlagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert