Batasuna: Handtökurnar þagga ekki niður í okkur

Frá mótmælum Baska þann 6. október eftir fjöldahandtökur leiðtoga Batasuna.
Frá mótmælum Baska þann 6. október eftir fjöldahandtökur leiðtoga Batasuna. Reuters

Hinn pólitíski armur baskneskra aðskilnaðarsinna á Spáni, Batasuna viðurkenndi í dag á vefsíðu baskneska dagblaðsins Gara að handtaka 17 leiðtoga flokksins hafi komið sér ákaflega illa fyrir hann en lögð var áhersla á að hreyfingin yrði ekki þögguð niður. Batasuna flokkurinn var bannaður á Spáni 2003 fyrir að neita að fordæma ofbeldi og skera á tengsl sín við ETA.

Í Gara segir að ríkisstjórnir Spánar og Frakklands geti bannað flokkinn og fangelsað leiðtoga hans „...en vandi þeirra er þegar upp er staðið hið baskneska fólk, fólk sem myndar þjóð sem hefur ákveðið að skipuleggja sína eigin framtíð,.”

Í vikunni sem leið varaði Pernando Barrena, hæst settasti leiðtogi Batasuna af þeim sem enn ganga lausir, við því að í vændum væri ný bylgja árása og ofbeldis.

Síðasta árás ETA var gerð á þriðjudaginn var í grennd við Bilbao þar sem lífvörður særðist alvarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert