Niðurstaða um heilsugæsluna í apríl

Heilsugæslustöð í Reykjavík.
Heilsugæslustöð í Reykjavík.

Í lok apríl mun nefnd á vegum heilbrigðisráðherra, undir forystu Guðjóns Magnússonar, skila tillögum um framtíðarfyrirkomulag á rekstri heilsugæslustöðva höfuðborgarsvæðisins.

Nefndin kemur saman í fyrsta sinn næsta þriðjudag, að sögn Hönnu Katrínar Friðriksson, aðstoðarmanns ráðherra.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að skv. skýrsludrögum frá því í október væri hægt að spara hundruð milljóna á ári og auka afköst heimilislækna með breytingu á greiðslum ríkisins til heilsugæslustöðva og tengja þær afköstum að hluta. Byggjast skýrsludrögin á samanburði við einkarekna stöð í Salahverfi í Kópavogi.

Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir skýrsludrögin ekki nógu nákvæman samanburð á rekstri heilsugæslustöðva. Heilsugæslan er ein þeirra sem skilað hafa athugasemdum til ráðuneytisins.

„Í fyrsta lagi er ekki verið að bera saman sambærilega hluti að öllu leyti,“ segir Guðmundur, sem segir heilsugæsluna í Salahverfi ágæta og búa yfir mjög hæfu starfsfólki.

„Stöðin í Salahverfi sinnir svæði þar sem meðalaldur íbúa er mjög lágur. Þar er mikið af börnum og ungu fólki, sem yfirleitt kemur með styttri og færri erindi í hvert sinn sem það fer til heimilislæknis. Eftir því sem fólk eldist og meira er af útlendingum í hverfum verða mál gjarnan flóknari og taka lengri tíma. Eldra fólk hefur mörg erindi í hvert skipti og margir útlendingar þurfa túlk. Þetta minnkar afköst lækna hvað fjölda komutíma varðar,“ segir Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert