Andlát: Kristján Kristjánsson (KK) tónlistarmaður

Kristján Kristjánsson
Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson tónlistarmaður og verslunarmaður andaðist að kvöldi 2. júní sl. á heimili sínu í Reykjavík, 82 ára að aldri.

Kristján var fæddur 5. september 1925 í Miðneshreppi, sonur Kristjáns Karls Kristjánssonar prentara og Sigrúnar Elínborgar Guðjónsdóttur húsfreyju. Vegna veikinda móður sinnar ólst Kristján upp til fermingaraldurs hjá móðurforeldrum sínum í Syðstakoti í Miðneshreppi.

Kristján var eitt ár við nám í Verzlunarskóla Íslands. Hann fór 1946 ásamt Svavari Gests í Julliard School of Music í New York og lærði þar á saxófón og klarínett. Kristján stofnaði fyrsta KK-sextettinn árið 1948 og stjórnaði vinsælum hljómsveitum með því nafni til ársloka 1961. Þá hætti hann hljóðfæraleik.

Árið 1965 stofnaði Kristján ásamt eiginkonu sinni verslunina Verðlistann við Laugalæk. Árið 1980 stofnaði hann Litlu Fluguna sem seldi fluguhnýtingarefni, enda voru stangaveiðar og fluguhnýtingar hans helsta áhugamál.

Kristján kvæntist 31. júlí 1949 Erlu Wigelund kaupkonu. Hún lifir mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn: Þorbjörgu, Pétur (d. 2004) og Sigrúnu Júlíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert