Gætu lent í vanda

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd úr safni , fyrst …
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd úr safni , fyrst birt , 871011 mappa Verslanir 3. síða 2. röð 5b. Verslunin Yggdrasill selur lífrænt ræktaðar matvörur .

Innlendir framleiðendur á matvöru margs konar, hreinlætisvörum og pappír, sem Morgunblaðið ræddi við, segjast flestir hafa nægt hráefni til að vinna úr en fari gjaldeyrisviðskipti ekki að komast í samt lag gætu einhverjir lent í vandræðum strax í næsta mánuði.

Þó að búast megi við samdrætti í jólaversluninni eru framundan mikilvægir mánuðir í rekstri fyrirtækja sem framleiða vöru sína fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Vegna hækkunar á innfluttum vörum og tafa á innflutningi á þeim hefur sala á íslenskum vörum aukist töluvert, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, og nemur aukningin í mörgum tilvikum nokkrum tugum prósenta á síðustu vikum.

Íslensk-ameríska er stór aðili á markaðnum. Það á og rekur Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, auk fleiri fyrirtækja, með alls um 350 manns í vinnu. Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska, segir að í meginatriðum hafi gengið vel að afla hráefnis fyrir framleiðslufyrirtækin „Að vísu hafa nokkrir birgjar verið okkur erfiðir og beðið um fyrirframgreiðslu en sem betur fer eru þeir fáir og yfirgnæfandi meirihluti hefur sýnt stöðu okkar skilning,“ segir Egill.

Um sölu á vörunum segir hann hana hafa tekið mikinn kipp, Íslendingar séu greinilega fljótir að átta sig á að miklu máli skipti að styðja við bakið á íslenskum iðnaði. „Ef við flyttum þessar sömu vörur inn værum við með brot af þessum fjölda í vinnu og notuðum mun meiri gjaldeyri,“ segir Egill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert