Erlent frekar en verðtryggt

„Fólk á að bíða, það er ekkert vit í að breyta erlendum lánum núna yfir í verðtryggða íslenska krónu,“ segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi aðspurður hvort hann ráðleggi lántakendum að breyta lánum í erlendri mynt yfir í íslenskar krónur.

Hann segir að slík breyting sé ekki ráðleg. Í fyrsta lagi vegna þess að krónan sé svo lágt verðlögð um þessar mundir og í öðru lagi vegna þess að gera megi ráð fyrir gríðarlegri verðbólgu hér næstu mánuði ef spár gangi eftir. Verðbólga muni hækka höfuðstól lána enn meira.

„Það á að vera hægt að semja við lánafyrirtæki og banka varðandi erlendu lánin í framhaldi af tilmælum stjórnvalda,“ segir Ingólfur. „Þá skiptir mestu máli að fá að frysta lánið í einhverja mánuði, greiða eingöngu vexti tímabundið eða í þriðja lagi að lengja eins mikið í láninu og mögulegt er. Þetta lækkar afborgunarhlutann og prinsippið er að greiða eins lítið af erlendu lánunum í augnablikinu og mögulegt er.“

Hann segir að framkvæmd lánafyrirgreiðslu sé með ýmsum hætti hjá fyrirtækjunum og engin sameiginleg regla virðist vera hjá þeim, hvorki lýsingarfyrirtækjum eða ríkisbönkum. Fyrirtækin framkvæmi þetta hvert með sínu nefi, en öll bjóði upp á einhvers konar frestun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert