Enn dregur úr notkun ljósabekkja

Niðurstöður árlegrar könnunar Capacent Gallup á notkun ljósabekkja sýna að þeim sem notuðu ljósabekki síðustu tólf mánuði heldur áfram að fækka.

Í könnuninni var spurt var hvort viðkomandi hefði farið í ljósabekk að minnsta kosti einu sinni undanfarna tólf mánuði og sögðust um 18%   hafa gert það.  Könnunin náði til 1300 Íslendinga á aldrinum 16–75 ára. Árið 2004 sögðust um 30%  hafa notað ljósabekki.

Könnunin var gerð á vegum samstarfshóps um varnir gegn útfjólublárri geislun. Hópurinn var stofnaður í byrjun árs 2004 og í honum eru fulltrúar frá Geislavörnum ríkisins, Landlæknisembættinu, Félagi íslenskra húðlækna, Lýðheilsustöð og Krabbameinsfélaginu.

Hópurinn hefur á hverju ári staðið fyrir átakinu Hættan er ljós sem beint er gegn ljósabekkjanotkun fermingarbarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert