Bankahrunið bitnar á Litla-Hrauni

Framleiðsla og sala á bílnúmeraplötum á Litla-Hrauni hefur snarlega minnkað eftir að bankarnir hrundu fyrir tæpu ári. Framleiðslan var reyndar byrjuð að dragast saman fyrir hrunið, enda fyrr á árinu 2008 komin merkin um minnkandi innflutning á nýjum bílum.

Í síðasta mánuði voru framleiddar ríflega eitt þúsund númeraplötur en á fyrri hluta síðasta árs var framleiðslan 4-6 þúsund plötur á mánuði. Ekki er þetta allt vegna nýskráninga á bílum, heldur einnig einkanúmer og endurnýjun á plötum vegna skemmda og þjófnaðar.

Minni umsvif í verklegum framkvæmdum hafa einnig haft áhrif á aðra framleiðslu á Hrauninu, eins og á gangstéttarhellum og milliveggjaplötum, sem nú eru ekki lengur framleiddar innan fangelsisins.

Að sögn Sigurðar Steindórssonar, deildarstjóra á Litla-Hrauni, hefur verið unnið að því að finna önnur verkefni fyrir fangana. Að jafnaði eru um 30 fangar við einhver störf á hverjum degi og um 30 stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alls eru um 80 fangar í afplánun af jafnaði á Litla-Hrauni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert