Áfram mótmælt við fjármögnunarfyrirtæki

Mótmælt hefur verið á þriðjudögum í vetur.
Mótmælt hefur verið á þriðjudögum í vetur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samtökin Nýtt Ísland hafa enn á ný boðað til mótmæla fyrir utan þau fjármögnunarfyrirtæki sem bjóða upp á bílalán. Bíleigendur eru hvattir til að mæta fyrir utan Íslandsbanka Kirkjusandi á hádegi og flauta stanslaust í þrjár mínútur. Þaðan verður ferðinni haldið áfram að næsta fyrirtæki.

Bílalestin fer Kirkjusandi að höfuðstöðvum SP Fjármögnunar að Sigtúni 42, þaðan verður ekið að Avant við Suðurlandsbraut, Tryggingamiðstöðinni við Síðumúla, Lýsingu við Lágmúla og lýkur ferðinni fyrir utan Frjálsa Fjárfestingabankann sem einnig er við Lágmúla.

Krafa mótmælenda er að höfuðstóll bílalána verði lækkaður ríflega eða staðið verði við undirritaða greiðsluáætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert