Norskt fyrirtæki hættir við tilboð í Kárahnjúkastíflu

Norska verktakafyrirtækið Veidekke ASA hefur ákveðið að taka ekki þátt í tilboði í stíflugerð við Kárahnjúkavirkjun með Ístaki og fleiri fyrirtækjum að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Áður hafði sænska fyrirtækið Skanska hætt við þátttöku í tilboðum bæði í stíflu og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Tilboð verða opnuð í lok þessa mánaðar. Fjögur fyrirtæki og fyrirtækjahópar hafa verið valdir til að bjóða í stíflugerðina og aðrennslisgöngin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert