Minnihluti styður ríkisstjórnina

61% þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sögðust segjast andvíg ríkisstjórninni en 39% eru henni fylgjandi. Segir blaðið að stuðningur við ríkisstjórnina hafi farið stöðugt minnkandi frá því í ágúst í fyrra þegar 58% aðspurðra sögðust styðja stjórnina.

Þá hefur fylgi við stjórnarandstöðuflokkanna aukist að undanförnu og bendir könnunin til að Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð gætu myndað ríkisstjórn ef kosið væri nú.

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 35,3% fylgi en VG 15,3%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 31,6%, fylgi Framsóknarflokksins mælist 12,7% og fylgi Frjálslynda flokksins er 4,9%.

Úrtak í könnuninni, sem gerð var að kvöldi mánudags, var 800 manns sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega milli landshluta. Annars vegar var spurt: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? Tóku 56,3% aðspurðra tóku afstöðu. Hins vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) ríkisstjórninni? 83,7% tóku afstöðu, 12,9% voru óákveðin og 3,4% neituðu að svara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert