Grænlendingar fá eigið listasafn

Engin niðurstaða fékkst á fundinum í kvöld um það hver …
Engin niðurstaða fékkst á fundinum í kvöld um það hver verður næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. ap

Grænlendingar fá senn eigið listasafn þar sem sýndir verða munir frá fortíð til nútíðar. Nýja safnið verður reist í höfuðstaðnum Nuuk en þar er bæði að finna háskóla landsins og grænlenska þjóðminjasafnið.

Fram kemur á vefsetri danska blaðsins JyllandsPosten að safnið muni fullgert kosta 70 milljónir danskra króna, um 840 milljónir íslenskra.

Safninu hefur þegar verið heitið ýmsum listaverkagjöfum, svo sem handverki í eigu Birthe Christensen, landshöfðingjafrú, einnig frá ekkju Hans Lynge, hins kunna grænlenska listmálara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert