Reiðir sig á stuðning Davíðs Oddssonar

Utanríkisráðuneytinu hefur borist bréf frá Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara í skák, þar sem hann biður um að fá að búa hérlendis. Bréfið er stílað á Davíð Oddsson utanríkisráðherra hinn 26. nóvember sl. og er beiðni Fischers nú til skoðunar hjá ráðuneytinu að sögn Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns utanríkisráðherra.

Bobby Fischer var sem kunnugt er handtekinn í Japan í júlí sl. en hann var eftirlýstur fyrir að virða að vettugi alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu þegar hann tefldi þar á skákmóti árið 1992.

Í bréfi sínu segist hann m.a. ekki í vafa um að Davíð Oddsson hafi skilning á því að hann hafi bráða þörf fyrir að komast til vinveitts ríkis og tilfinningabönd sín við Íslendinga séu sterk. Segist hann reiða sig á stuðning þjóðarinnar við málstað sinn. Einnig segist hann treysta því að Davíð sé sama sinnis og að hann muni hjálpa sér við að endurheimta frelsi sitt með því að bjóða sér heimili hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert