Kaþólskir starfsmenn Síldarvinnslunnar fengu frí

Frá útför páfa á Péturstorginu í dag.
Frá útför páfa á Péturstorginu í dag. AP

Öllum kaþólskum starfsmönnum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar var í dag gefið frí frá störfum vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa II, að því er kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Segir þar að þessir starfsmenn séu talsvert stór hluti starfsmanna í framleiðslunni og sé vinnslan því keyrð á lágmarks afköstum á meðan fólkið sé í fríi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert