Heitt vatn komið á í Grafarvogi

Heitt vatn komst á að nýju í Grafarvogi á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Bilun varð í stýringu dælustöðvar þegar tengi við spenni við Búrfellsvirkjun bilaði um klukkan 9 í morgun. Við það varð mikið álag á rafdreifikerfi Orkuveitunnar með þeim afleiðingum að rafmagn til dælustöðva heita vatnsins fór af. Nokkurn tíma tók að koma þeim aftur í gang, samkvæmt upplýsingum Orkuveitunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert