„Hornsteinninn er vísindin á bakvið fræðin“

Opnuð hefur verið upplýsingasíða um loftslagsmál, loftslag.is. Aðstandendur síðunnar segja hornstein hennar vísindin á bakvið fræðin. Á síðunni verður tekið á ýmsum málum tengdum loftslagsmálum, til að mynda fréttatengdu efni, ýmsum skoðunum varðandi efnið og fræðilegu ívafi.

Á vefsíðunni verður komið inn á sögu loftslagsvísinda, grunnkenningar, afleiðingar, lausnir o.fl. sem viðkemur fræðunum.

Sænski vísindamaðurinn Svante Arrhenius, sem fæddist árið 1859, var brautryðjandi í útreikningum á þeim áhrifum sem aukinn styrkur koldíoxíðs hefur á hitastig jarðar. Opnunardagurinn, 19.september varð fyrir valinu hjá ritstjórn Loftslag.is því þá voru 55.000 dagar liðnir frá fæðingu hans.

Ritstjórar síðunnar eru Sveinn Atli Gunnarsson og Höskuldur Búi Jónsson.

loftslag.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert