Fjögur hætt við Reykjavíkurmótið

Fram og Haukar mætast ekki á opna Reykjavíkurmótinu að þessu …
Fram og Haukar mætast ekki á opna Reykjavíkurmótinu að þessu sinni. mbl.is/Ómar

Aðeins  þrjú lið sem leika í úrvalsdeild karla, N1-deildinni, í handknattleik á næstu leiktíð ætla að taka þátt í opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem fram fer um næstu helgi. Þetta eru Fram, Stjarnan og Grótta.

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar verða ekki með, heldur ekki Valur, HK og Akureyri. Fjögur þau fyrst töldu drógu sig úr keppni fyrir fáeinum dögum en það var aldrei inni í áætlunum Akureyringa að vera með.

Ástæða þess að liðin hafa dregið sig úr keppni samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er m.a. óánægja með riðlaskiptingu, álag var talið of mikið þar sem jafnvel gat farið svo að sum liðanna spiluðu fjóra leiki á einum degi.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert