Gagarín hlaut Red Dot-verðlaunin

Hringur Hafsteinsson, Samúel Hörðdal Jónasson, Kristín Eva Ólafsdóttir, Jón Cleon …
Hringur Hafsteinsson, Samúel Hörðdal Jónasson, Kristín Eva Ólafsdóttir, Jón Cleon Sigurðsson og Geir Borg. Ljósmynd / aðsend

Um síðustu helgi voru Red Dot-verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.

Hönnunarstofan Gagarín hlaut hin virtu verðlaun fyrir hönnun á gestastofu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð, en sýningin var hönnuð í samstarfi við arkitektastofuna Tvíhorf.

Fulltrúar Gagarín og Landsvirkjunar voru viðstaddir athöfnina ásamt íslensku sendiherrahjónunum í Berlín, þeim Martin Eyjólfssyni og Evu Þengilsdóttur.

Gagarín var þó ekki eina íslenska fyrirtækið sem hlaut verðlaun, því 64°Reykjavík Distillery hlaut einnig verðlaun fyrir umbúðir utan um líkjöra sína.

Hringur Hafsteinsson, Samúel Hörðdal Jónasson, Kristín Eva Ólafsdóttir, Geir Borg, …
Hringur Hafsteinsson, Samúel Hörðdal Jónasson, Kristín Eva Ólafsdóttir, Geir Borg, Jón Cleon Sigurðsson, Martin Eyjólfsson, Eva Þengilsdóttir, Auður Edda Jökulsdóttir, Judith Orlishausen og Snorri Jónsson Ljósmynd / aðsend
Verðlaunin fóru fram í Konzerthaus í Berlín.
Verðlaunin fóru fram í Konzerthaus í Berlín. Ljósmynd / aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál