Líklegt að bleiki brúsinn seljist upp um helgina

Arinbjörn Hauksson hjá ELKO segir að fólk hafi keypt brúsana …
Arinbjörn Hauksson hjá ELKO segir að fólk hafi keypt brúsana Stanley Quencher á netinu.

Stanley-brúsarnir vinsælu sem komu í hillur ELKO í dag hafa runnið út eins og heitar lummur þrátt fyrir að fólk hafi ekki beðið eftir brúsunum í röð fyrir utan verslanir. Brúsarnir sem slegist er um víða erlendis seldust upp í forsölu á vef ELKO en það þykir sæta tíðindum að vatnsbrúsi er settur í forsölu. 

„Stanley Quencher brúsarnir seldust upp í forsölu í síðustu viku og sjáum við að vinsælustu litirnir eru að fara ansi hratt út en rúmlega helmingur sölunnar hefur farið í gegnum elko.is. Gera má ráð fyrir því að t.d. bleiki liturinn seljist upp í öllum verslunum um helgina eða á allra næstu dögum en sá litur seldist upp á augabragði í netverslun og hefur afhending næstu sendingar ekki verið staðfest,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál