Svona hefur þú samband við fyrrverandi

Það er gott að hafa ýmislegt á hreinu áður en …
Það er gott að hafa ýmislegt á hreinu áður en maður sendir fyrrverandi skilaboð. Skjáskot Mindbodygreen

Eftir sambandsslit er þögn hugsanlega akkúrat það sem til þarf. En ef skilið var við hlutina í lausu lofti er stundum nauðsynlegt að hafa samband við fyrrverandi. Þá er gott að hafa ýmis ráð á bak við eyrað, líkt og lesa má um á Mindbodygreen

Komdu hreint fram
Komdu til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Fyrrverandi verður að öllum líkindum forvitinn og veltir fyrir sér hvort þú viljir reyna að kveikja neistann á ný, eða létta á samviskunni.

Ef þú vilt endurvekja sambandið getur þú sagt eitthvað á þessa leið: „ég hef verið að hugsa um þig og langaði að vita hvernig þú hefðir það. Langar þig að hitta mig yfir kaffibolla?“

Ef þú hins vegar þarft að biðjast afsökunar skaltu gera það í gegnum tölvupóst eða síma. Segðu það sem þú þarft, en ekki draga viðkomandi á asnaeyrum.

Ekki hafa áhyggjur af því hvort fyrrverandi svari
Ekki láta áhyggjur stoppa þig. Það má vera að fyrrverandi vilji hugsanlega ekki hitta þig, eða að hann bregðist illa við því að heyra frá þér.

Hugsanlega verður fyrrverandi maki feginn að heyra í þér, sér í lagi ef skilið var við hlutina í lausu lofti. Það er betra að leysa úr hlutunum heldur en að burðast með ósvaraðar spurningar.

Berðu virðingu fyrir sambandi fyrrverandi maka
Hvernig myndi þér líða ef einhver sem þú átt í samband við fengi skilaboð frá fyrrverandi maka?

Það er mikilvægt að þú spyrjir þig hver tilgangur samskiptanna er áður en þú hefur samband. Viltu að þið verðið vinir? Viltu biðjast afsökunar, eða viltu vinna fyrrverandi aftur?

Ef fyrrverandi maki þinn er í hamingjusömu sambandi skaltu ekki vera aðgangshörð/harður. Jafnvel þótt þú viljir hann aftur.

Til að mynda getur þú sagt: „Ef þú ert einhleyp/ur myndi ég gjarnan vilja hitta þig yfir drykk. Ef þú ert í sambandi virði ég það að sjálfsögðu.“

Ekki halda áfram að senda fyrrverandi skilaboð ef hann svarar ekki
Ef að fyrrverandi maki þinn hefur ekki svarað skilaboðum þínum, tölvupóstum, „snöppum“ eða hverju svo sem þú sendir honum skaltu slaka á. Líkur eru á að hann vilji ekki eiga í neinum samskiptum við þig.

Haltu samskiptunum á léttu nótunum
Forðastu að deila of miklum tilfinningum í skilaboðum. Stundum bregst fólk við slíkri hreinskilni á jákvæðum nótum, en best er að bíða þar til þið hittist í eigin persónu.

Þetta kann að virðast flókið, en þá er einmitt best að halda samskiptunum á léttu nótunum og vera hreinskilinn.

Ekki bíða of lengi
Það er best að vera við öllu búinn þegar þú hefur sambandi við fyrrverandi, en það er hins vegar ekki gott að bíða of lengi.

Fyrrverandi maki þinn mun að öllum líkindum ekki sitja og bíða eftir að þú hafir samband á ný. Hann mun líklegast halda áfram með líf sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál