Óttarr Proppé auglýsti kjóla árið 1994

Karlar í kjólum var yfirskrift þessa myndaþáttar sem kom út …
Karlar í kjólum var yfirskrift þessa myndaþáttar sem kom út árið 1994. timarit.is

Tónlista- og þingmaðurinn Óttarr Proppé hefur alltaf verið ófeiminn við að klæða sig öðruvísi en allir hinir og gerir það vel. Hann er meira að segja flottur í kjól.

Í mars árið 1994, þegar Óttarr var að verða 26 ára gamall, setti hann sig í stellingar í kvenmannsfötum fyrir tímaritið Eintak. „Karlar í kjólum,“ var fyrirsögn myndaþáttarins sem var einskonar auglýsing fyrir verslunina Diva sem seldi notuð föt. „Notuð föt eru orðin vinsæl í kreppunni. Rétt eins og jakkaföt eru ekki aðeins fyrir karla, eru kjólar ekki eins fyrir konur,“ sagði meðal annars í textanum sem fylgdi myndaþættinum.

Aðrir ungir menn sem voru fyrirsætur þennan dag voru Einar Örn Einarsson, Sverrir Þór Sverrisson, Valtýr Gunnarsson og Þorsteinn Guðmundsson.

Óttarr Proppé „púllar“ greinilega allt.
Óttarr Proppé „púllar“ greinilega allt. timarit.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál