Brynjar spilar með KR

Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson. readingfc.co.uk

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson mun leika með Íslands- og bikarmeisturum KR í sumar. Hann hefur ákveðið að segja skilið við atvinnumennskuna þegar samningur hans við enska B-deildarliðið Reading rennur út í vor en Brynjar hefur verið í atvinnumennsku allar götur frá árinu 1998.

„Staðan er þannig að ég mun kveðja Reading í vor og flytja heim. Það þarf eitthvað dramatískt að gerast svo það breytist. Ég held að ég geti skilið við þennan kafla bara mjög sáttur,“ sagði Brynjar Björn við Morgunblaðið í gær.

Þá liggur beinast við að spyrja þig hvort þú munir ganga í raðir þíns gamla félags, KR?

„Já, ég mun gera það. Ég hef rætt við Rúnar um þessi mál. Við höfum ekki gengið frá neinum samningi þess efnis nema þá munnlega. Það verður frábært að taka upp þráðinn aftur með KR og ég hlakka bara mikið til þess. KR-liðinu gekk frábærlega í fyrra og það verða spennandi verkefni hjá liðinu á næsta tímabili eins og Evrópukeppnin,“ sagði Brynjar Björn en ekki þarf að fjölyrða um að koma hans í Vesturbæinn verður hvalreki fyrir meistarana.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert