Þrjú mörk, þrjú stig og 3. sæti

Víkingurinn Aron Elís Þrándarson og Framarinn Einar Bjarni Ómarsson.
Víkingurinn Aron Elís Þrándarson og Framarinn Einar Bjarni Ómarsson. mbl.is/Styrmir Kári

Skothríð leikmanna Víkings að marki Fram skilaði þremur mörkum á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar liðið atti kappi við botnlið úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Fram. Víkingur var með jafnmörg stig og KR fyrir leiki kvöldsins en þar sem KR-ingum tókst aðeins að ná einu stigi úr viðureigninni gegn Breiðabliki sitja nýliðar Víkings nú einir í 3. sæti deildarinnar, á eftir taplausu liðunum FH og Stjörnunni.

Árangur Víkings það sem af er móti verður að teljast hreint frábær og framar vonum flestra. Meira að segja Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, viðurkenndi næstum því eftir leikinn í gærkvöldi að það kæmi á óvart að vera í þriðja sæti á þessum tímapunkti. Hann sagði það þó ekki koma á óvart að liðið væri að keppa um efstu sætin.

Mögulega er lítið að marka leik gegn botnliði deildarinnar, Fram, þegar metin er frammistaða Víkings. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var með stjórnina og aðeins spurning hvenær ísinn yrði brotinn.

Nánar er fjallað um leik Fram og Víkings í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert