Freyr: Treysti öllum til að spila

„Danska liðið er vel skipulagt og tæknilega gott með leikmenn sem hafa mikla reynslu eftir að hafa spilað á stórmótum. Danska liðið er bæði gott í skyndisóknum og að byggja um sóknarleikinn hægt og rólega,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir æfingu Íslands á Laugardalsvelli í dag.

Ísland tekur á móti Danmörku í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015, á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli. Ísland og Danmörk eiga í harðri baráttu um 2. sætið í þeirra riðli í forkeppni HM.

Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaðurinn sterki úr Stjörnunni hefur verið tæp vegna meiðsla og óvíst hvort hún geti tekið þátt í leiknum. „Ég treysti öllum í þessum leikmannahóp til þess að spila,“ sagði Freyr meðal annars við mbl.is í dag.

Rætt er við Frey landsliðsþjálfara í spilaranum hér fyrir ofan um leikinn, meiðslavandræði í vörninni og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert