Ásgerður: Leggjum deildina til hliðar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fer fyrir Íslandsmeisturunum sem mæta Selfossi í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag. Ásgerður sagði í samtali við mbl.is í aðdraganda leiksins að eftirvæntingin væri mikil fyrir leiknum.

„Það er kominn spenningur og maður finnur það í Garðabænum að það er spenna fyrir leiknum,“ sagði Ásgerður, og vonaðist til að þeir stuðningsmenn Stjörnunnar sem fóru til Ítalíu og sáu karlaliðið spila gegn Inter fjölmenni einnig á leikinn í dag.

Stjarnan er með þægilega forystu á toppi deildarinnar, en Ásgerður tekur undir að það segi ekkert í svona leik. „Ég held þetta verði hörkuleikur enda þær með frábært lið og verkefnið mjög erfitt fyrir okkur. Það eru engin stig í þessu svo við leggjum bara deildina til hliðar,“ sagði Ásgerður, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert