6.200 miðar seldir á úrslitaleikinn

Ljóst er að fjölmargir ætla sér að vera viðstaddir þegar …
Ljóst er að fjölmargir ætla sér að vera viðstaddir þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í Kaplakrika á laugardaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins um 300 miðar af þeim 6.500 sem gefnir voru út eru enn til sölu á úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu sem fram fer á Kaplakrikavelli á laugardaginn.

FH-ingar íhuga nú hvaða kostir eru í stöðunni til að fjölga stæðum fyrir áhorfendur á vellinum, og þar með koma enn fleiri fyrir en þeim 6.500 áhorfendum sem ljóst er að munu mæta á leikinn. Ákvörðun um hvað gera skal verður tekin síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert