Lára í byrjunarliðinu gegn Sviss

Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni.
Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni. mbl.is/Styrmir Kári

Lára Kristín Pedersen úr Stjörnunni spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik í knattspyrnu þegar Ísland mætir Sviss í fyrsta leiknum í Algarve-bikarnum í Portúgal en hann hefst í Lagos klukkan 15.00.

Lára, sem kom til Stjörnunnar frá Aftureldingu fyrir ári síðan, er í hópnum í fyrsta skipti og hún spilar stöðu vinstri bakvarðar í dag.

Margir af reyndustu leikmönnum liðsins eru á varamannabekknum í dag, svo sem Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.

Liðið er annars þannig skipað, landsleikjafjöldi í svigum:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir (8)

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir (4)

Vinstri bakvörður: Lára Kristín Pedersen (0)

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir (25) og Anna Björk Kristjánsdóttir (9)

Varnartengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (13) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (4)

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði (78)

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir (54)

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir (93)

Framherji: Elín Metta Jensen (11)

Auk þeirra sem taldar eru upp fyrir ofan eru á varamannabekknum þær Sonný Lára Þráinsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert