Belgarnir eru mjög skrítnir og skemmtilegir

Jonathan Hendrickx skallar boltann í leik með FH.
Jonathan Hendrickx skallar boltann í leik með FH. mbl.is/Eggert

Belgíski hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hefur leikið vel með FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann þótti skara fram úr í 2:0-sigri Hafnfirðinga gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöldið.

Hendrickx er sá leikmaður sem Morgunblaðið fjallar sérstaklega um eftir 17. umferðina en hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í áðurnefndum leik.

Fáránlega góðar hornspyrnur

„Hann er með gríðarlega góðan leikskilning. Góðar staðsetningar og svo er hann mjög góður fram á við og hefur sérstaklega verið það bent á þessu tímabili,“ sagði hinn vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, um bakvarðafélaga sinn hjá Íslandsmeisturunum.

„Hann er búinn að bæta við föstum leikatriðum á þessum tíma en hann tekur fáránlega góðar hornspyrnur,“ bætti Böðvar við en bæði mörk FH-inga gegn Ólafsvíkingum komu einmitt eftir hornspyrnu frá Hendrickx.

„Henti mér úr liðinu“

Til að undirstrika hversu góður Hendrickx er þá gefur Böðvar blaðamanni lítið dæmi: „Hann henti mér út úr liðinu 2014, þannig að hann er drullugóður,“ en Hendrickx gekk til liðs við Hafnarfjarðarliðið í júlí fyrir tveimur árum.

Nánar er fjallað um Hendrickx í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert