Aron að komast í EM-form

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson mbl.is/Golli

Neil Warnock, sem á dögunum tók við stjórastöðunni hjá Cardiff City, er ánægður með landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og segir að hann sé að komast í svipað form og hann var í með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Aron Einar hefur leikið í stöðu sinni sem varnarsinnaður miðjumaður í leikjunum tveimur sem Warnock hefur stjórnað og hefur hann verið mjög öflugur. Aron lék allan tímann í 1:1 jafntefli á móti Sheffield Wedneday í fyrrakvöld og lét stríðsmaðurinn frá Akureyri ekki slappleika aftra sér frá því að spila allan leikinn og var í leikslok valinn besti maður Cardiff í leiknum.

„Hann getur spilað mikilvægt hlutverk með okkur eins og hann gerir með landsliði sínu. Ég held að ef ég væri þjálfari landsliðs myndi Ísland henta mér vel. Aron spilar fyrir mig eins og hann gerir fyrir íslenska landsliðið,“ segir Warnock.

Cardiff hefur innbyrt fjögur stig úr leikjunum tveimur undir stjórn Warnocks en er þó enn í fallsæti. Liðið er í þriðja neðsta sætinu og sækir Nottingham Forest heim á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert