Dóra María með slitið krossband

Dóra María Lárusdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu á EM …
Dóra María Lárusdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi í sumar. mbl.is/Ófeigur

„Þetta eru auðvitað ótrúleg vonbrigði og maður er bara á hálfgerðum bömmer,“ segir Dóra María Lárusdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, en komið hefur í ljós að hún sleit fremra krossband í hægra hné í leik gegn Noregi í Algarve-bikarnum. 

Meiðslin þýða að Dóra verður frá keppni næstu 6-9 mánuðina og mun því ekki geta leikið með Íslandi á EM í Hollandi, eða Val á Íslandsmótinu í sumar.

„Leikurinn við Val í Lengjubikarnum í gær er fyrsti leikurinn með Val sem ég missi af vegna meiðsla eða veikinda, svo ég hef verið ótrúlega heppin. Það er því erfitt að vera eitthvað að kvarta, en auðvitað er þetta stórt ár með EM og Valur með frábært lið í ár. Þess vegna er þetta mjög svekkjandi,“ segir Dóra við mbl.is.

Dóra María Lárusdóttir meiddist í hægra hnénu.
Dóra María Lárusdóttir meiddist í hægra hnénu.

Auk Dóru meiddist Sandra María Jessen alvarlega í leiknum við Noreg en hún sleit aftara krossband í hné og verður líklega frá keppni fram í júní.

Nánar verður rætt við Dóru í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert