Fjórar koma inn í landsliðshópinn

Ísland mætir Írlandi 8. júní og Brasilíu 13. júní.
Ísland mætir Írlandi 8. júní og Brasilíu 13. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti rétt í þessu 24 manna hóp fyrir vináttulandsleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram 8. og 13. júní og eru síðustu verkefnin fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Hollandi.

Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen eru ekki í hópnum þó að þær séu komnar af stað eftir meiðsli og byrjaðar að spila með félagsliðum sínum. Dagný Brynjarsdóttir er hins vegar í hópnum þó að hún hafi enn ekki náð að spila leik með Portland Thorns á tímabilinu í Bandaríkjunum vegna meiðsla.

Frá síðasta hópi, í vináttuleikjunum gegn Slóvakíu og Hollandi, koma Dagný, Svava Rós Guðmundsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Anna María Baldursdóttir inn í hópinn en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir eru ekki með, auk þess sem Elísa Viðarsdóttir er frá vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leiknum við Holland.

Ingibjörg Sigurðardóttir úr Breiðabliki er sú eina sem ekki hefur spilað A-landsleik, en hún var í hópnum í leiknum gegn Slóvakíu.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
 49/0 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
 15/0 Sandra Sigurðardóttir, Val
   3/0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:
 82/3 Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgården
 81/5 Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
 61/0 Sif Atladóttir, Kristianstad
 52/2 Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
 31/0 Anna Björk Kristjánsdóttir, Limhamn Bunkeflo
   8/0 Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
   1/0 Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni
   0/0 Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki

Miðjumenn:
104/18 Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
  82/10 Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
  70/19 Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
  40/5   Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
  31/1   Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
    6/1   Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
    3/2   Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
    2/0   Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni

Framherjar:
117/77 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
  27/5   Elín Metta Jensen, Val
  25/1   Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
  11/1   Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
    4/0   Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert