Veit ekki hvað við þurfum eiginlega mörg færi

Viktor Örn Guðmundsson með boltann í leiknum í kvöld en …
Viktor Örn Guðmundsson með boltann í leiknum í kvöld en Oddur Ingi Guðmundsson sækir að honum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst þetta eins og svo oft í sumar, við fáum færi til að gera út um leiki en ég veit ekki hvað við þurfum eiginlega mörg færi til að geta skorað,“ sagði Viktor Örn Guðmundsson, sem skoraði mark ÍR gegn Fylki í kvöld þegar leikið var í 11. umferð Inkasso-deildar en það dugði ekki til, Árbæingar unnu 2:1.

Breiðhyltingar byrjuðu með látum. „Við ætluðum að slá Fylkismenn út af laginu og skora snemma en við virðumst ekki geta skorað úr færunum okkar.  Það er allt of dýrt fyrir okkur að nýta ekki svona mörg færi, sérstaklega þar sem við erum frekar í fallbaráttunni og við verðum að skora því fáum ekki alltaf svo mörg í hverjum leik.“

„Mér finnst við hafa spilað vel í sumar þó að úrslitin hafi ekki dottið með okkur og við höfum staðið í liðunum.  Mér fannst ef eitthvað er, við vera með betra liðið í dag en sigurinn hjá Fylki var eins og hjá liði, sem er á leiðinni upp um deild, augnablikið er með því,“ bætti Viktor Örn við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert