Heimir hrósaði Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen og Sverrir Ingi Ingason á EM í …
Eiður Smári Guðjohnsen og Sverrir Ingi Ingason á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen og sagði hann hafa sýnt leiðtogahæfni á EM í Frakklandi í fyrra þegar Heimir kom fram á GLS-ráðstefnunni í Háskólabíói í gærmorgun. 

Heimir minntist á hlutverk Eiðs á EM. Hann var sá knattspyrnumaður sem mest hafði afrekað í íslenska hópnum en þegar til kastanna kom fékk hann lítið að spila. Heimir sagði Eið hafa tekist mjög vel á við þær aðstæður. 

Heimir sagði Eið ekki hafa verið með læti, hvorki innan hópsins né í fjölmiðlum, vegna þess að hann kom lítið við sögu í leikjunum. „Þegar svona gæi kvartar ekki, hver hefur þá efni á að kvarta?“ spurði Heimir og bætti við að með framkomu sinni hefði Eiður í þessu tilfelli hjálpað liðinu gríðarlega. Um hafi verið að ræða stærstu fótboltaleiki Íslands í sögunni og það sé mjög mikilvægt þegar menn sýni slíka leiðtogahæfni við þær aðstæður. 

Gagnkvæm virðing milli landsliðsmanna.

Ég hefði skitið á mig.

Fékk fjögur sms eftir tapið gegn Finnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert