Áfall fyrir Ísraelsleikinn í kvöld

Jóhann Berg Guðmundsson á landsliðsæfingunni í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson á landsliðsæfingunni í gær. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM karla í fótbolta sem fram fer í Búdapest í kvöld.

Þegar UEFA birti 23 manna hópa liðanna á vef sínum í morgun var Jóhann ekki í hópi Íslands og Mikael Egill Ellertsson skráður með númer hans, 7, í leikmannahópi Íslands.

Jóhann haltraði eftir æfingu liðsins á mánudagskvöldið, æfði ekkert á þriðjudag en var með í upphitun á æfingu liðsins í gær.

Uppfært kl. 9.02:

KSÍ hefur staðfest að þetta sé rétt og Jóhann verði ekki með í kvöld.

Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson á fréttamannafundi Íslands í …
Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson á fréttamannafundi Íslands í gær. Þar kvaðst Jóhann vera tilbúinn og Hareide sagði að Jóhann hefði bara þurft að hvíla sig, hann væri gamall. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert