Man varla eftir markinu

Fylkiskonur fagna í dag. Mist er númer 3.
Fylkiskonur fagna í dag. Mist er númer 3. mbl.is/Óttar

„Við hefðum viljað þrjú stig en við tökum þessu,“ sagði Mist Funadóttir leikmaður Fylkis í samtali við mbl.is eftir 2:2-jafntefli á útivelli gegn Víkingi í nýliðaslag í Bestu deildinni í dag.

„Þetta var fínn leikur og frekar jafn. Við vorum betri á köflum en þetta var svolítið kaflaskipt. Það var fínt að fá stig en við hefðum viljað þrjú. Það er svekkjandi að komast yfir og vinna ekki. Við áttum skilið að vinna þennan leik fannst mér,“ bætti hún við.

Mist Funadóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í …
Mist Funadóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Mist skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild er hún jafnaði í 1:1 með glæsilegu skoti í bláhornið. „Það var frábært en ég man varla eftir því. Boltinn lagðist einhvern veginn fyrir mig og ég sendi hann í hornið. Þetta var planið.“

Fylkir er með tvö stig eftir tvo leiki en liðinu var ekki spáð góðu gengi fyrir mót. „Þetta er fín byrjun hjá okkur. Við höfum spilað vel. Það er ekki mikil pressa á okkur en við vitum hvað við getum og mætum í alla leiki og gerum hvað við getum til að vinna,“ sagði Mist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka