Skiptir öllu máli í byrjun móts

Valskonur fagna marki Amöndu Andradóttur sem reyndist vera sigurmark Vals.
Valskonur fagna marki Amöndu Andradóttur sem reyndist vera sigurmark Vals. mbl.is/Óttar

„Ég er bara ánægður með að vinna hérna, þetta eru alltaf erfiðir leikir, búnir að vera það undanfarin ár,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2:1 sigur liðsins á Þrótti í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í Laugardalnum í dag.

„Mér fannst við hafa átt að geta klárað leikinn, náð þriðja markinu, en fyrst við gerðum það ekki þá var alltaf spenna í þessu.“

Valskonur fengu mikið af færum til að skora þriðja markið og gera út um leikinn en náðu því ekki.

„Við komumst í góðar sóknir og áttum að nýta þetta betur,“ sagði Pétur Pétursson í viðtali við mbl.is eftir leik.

Valur byrjar tímabilið á tveimur sigrum sem þýðir að liðið er með 6 stig eftir tvo leiki.

„Það skiptir öllu máli að vinna leiki í byrjun móts, og allt mótið, en í byrjun móts að vinna svona leiki þótt að þetta sé ekki alltaf besti leikurinn sem við spiluðum.“

Valur tilkynnti í gær að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, fyrrverandi leikmaður PSG og AC Milan, muni leika með Val í sumar.

„Ég hef ekki hugmynd. Það kemur bara í ljós,“ sagði Pétur Pétursson, þegar spurt var um stöðuna á Berglindi Björgu sem var í barneignafríi í vetur og spilaði ekkert með PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka