Byrjunarlið Englands – blásið til sóknar

Wayne Rooney með boltann á æfingu.
Wayne Rooney með boltann á æfingu. AFP

England hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu, en þjóðirnar mætast í Nice klukkan 19.

Þeir Raheem Sterling, Daniel Sturridge og Harry Kane eru í fremstu víglínu þeirra, með þá Eric Dier, Dele Ally og Wayne Rooney á miðjunni. Svo það má sannarlega segja að England blási til sóknar.

Lið þeirra er þannig skipað:

Mark: Joe Hart

Vörn: Kyle Walker, Gary Cahill, Chris Smalling, Danny Rose

Miðja: Eric Dier, Dele Ally, Wayne Rooney

Sókn: Raheem Sterling, Daniel Sturridge, Harry Kane

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin